Ekki hætta beibí! Plís ekki hætta!
Ég fékk í gær sendingu frá amazon með 11 diskum sem ég hafði pantað mér fyrir stuttu í óðs manns kaupæði. Þetta voru mest nútímatónskáld sem ég vildi kynna mér eins og Schnittke, Penderecki og Górecki. Sá diskur sem kom mér svo LANGSAMLEGA mest á óvart var með tónlist eftir bandaríska tónskáldið Philip Glass sem fæddist árið 1937. Þessi tónlist er svo tær og aðgengileg að ég skil ekkert í því af hverju maðurinn er ekki þekktari! Pabbi kom meira segja inn í herbergi til að forvitnast um hvað ég væri að hlusta á. Þetta er tær snilld!
Ég mæli með honum fyrir ALLA! (Vitaskuld ekki Hauk samt)

Ég mæli með honum fyrir ALLA! (Vitaskuld ekki Hauk samt)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home