Pleasure, pleasure!

11.8.03

Je
Ég er búinn að setja inn myndirnar síðan í gær inn á netið ykkur öllum til ómældar ánægju og dægrastyttingar. Ég fór eitthvað að hugsa um hvernig kvöldið hefði endað en er ekki alveg með það á hreinu. Ég man að Manni náði að koma sér með okkur niður í bæ til þess eins að fara heim strax aftur með leigubíl því hann var svo fullur. Sigga skundaði strax burt að hitta eitthvað annað lið og Huldu og Sunnu týndi ég á Viktor eftir að ég fór út til að svara símtali. Svo hitti ég Sigga niðri í bæ sem hafði farið eitthvað annað og við 10-11 hittum við svo Eddu og Þjóðverjann hennar. Hún var ekki alveg sátt við tilraunir mínar til að koma þeim saman ;)


nokkur gimp

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home