Siggi sagði að ég mætti blogga um að hann hefði ekki nennt með mér út að hlaupa áðan þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar í gær. Þá er því hér með komið á framfæri.
Annars var ég að renna yfir efnisskrá Sinfoníuhljómsveitar Íslands og þar er bara fullt af gumsi! Reyndar bara einir tónleikar þar sem verk eftir Jón Leifs heyrist en það verður bara að hafa það!
Þeir eru með tilboð sem kallast Hljóðkort en það kostar 2000 krónur en með því fylgir einn miði á einhverja tónleika. Eftir það verða allir miðar á hálfvirði. Ég er að pæla í því að bomba mér á svoleiðis! Einhverjir sem vilja vera memm?
Meðal flottra verka í ár verða meðal annarra 1. píanókonsert Tsjajkovskís, Vorlblótið eftir Stravinsky!!! (Geðveikt!), Útsetning á tónlist Bítlanna, 1812 forleikur Tsjajkovskís og 9. sinfonía Beethovens! Ekki slæm upptalning það!
Annars var ég að renna yfir efnisskrá Sinfoníuhljómsveitar Íslands og þar er bara fullt af gumsi! Reyndar bara einir tónleikar þar sem verk eftir Jón Leifs heyrist en það verður bara að hafa það!
Þeir eru með tilboð sem kallast Hljóðkort en það kostar 2000 krónur en með því fylgir einn miði á einhverja tónleika. Eftir það verða allir miðar á hálfvirði. Ég er að pæla í því að bomba mér á svoleiðis! Einhverjir sem vilja vera memm?
Meðal flottra verka í ár verða meðal annarra 1. píanókonsert Tsjajkovskís, Vorlblótið eftir Stravinsky!!! (Geðveikt!), Útsetning á tónlist Bítlanna, 1812 forleikur Tsjajkovskís og 9. sinfonía Beethovens! Ekki slæm upptalning það!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home