Pleasure, pleasure!

9.1.04

Ég er að taka til í herberginu mínu og lengst uppi í skáp fann ég gamla dagbók sem ég hélt í smá stund þegar ég var tólf ára. Það er frekar fyndið að lesa sumt af þessu og það rifjast margt upp fyrir manni.

2. feb. 1994
Í dag fékk ég UK-17 dagbókina og keypti mér loftbyssu fyrir 855 kr. Kl hálf 8 fór ég út með Snorra. Þegar við komum inn fórum við að leika okkur með byssurnar.

4. feb. 1994
Eftir skóla fór ég í fýluferð niður í mjódd með Alla. Við ætluðum að kaupa skot í byssuna. Eftir það fórum við í byssó í leikherberginu með Sindra. Ég fór að sofa 22:15.

5. feb. 1994
Um hádegið fór ég niður í mjódd til að kaupa skot í byssuna mína. Klukkan sex var afmæli hjá Inga.

7. feb. 1994
Ingibjörn á afmæli í dag. Þetta var frekar leiðinlegur skóladagur. Ég ætlaði (og Sindri og Ingi) að birta í Brussugangi hvað stelpan sem Þorleifur var skotinn í heitir. Eftir skóla fór ég með Inga og Sindra niður í mjódd.

15. feb. 1994
Ég var búinn í skólanum kl. hálf eitt. Ég fór í tónfræði klukkan 5. Kl. hálf níu komu Alli og Trausti og við fórum í loftó niðri í leikherbergi.

16. feb. 1994
Það var frí í skólanum. Ég, Ingi, Trausti, Alli og Sindri fórum niður í bæ að syngja að venju. Ég var gamall maður. Við fórum í kringluna, Vífilfell, Opal og verksmiðjur á því svæði. Svo fórum við heim og svo á laugarveginn.

22. feb. 1994
Eftir skóla kom Ingi til mín og við sendum Önnu Birnu hótunar-bréf indirritað "Gamli Nói". Um kvöldið gerði ég mig kláran fyrir Úlfljótsvatn.


Ég var greinilega miskunnarlaust barn. Önnu Birnu vil ég nú biðja opinberlega afsökunar á þessu skelfilega bréfi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home