Ég fór á endurfundi Hólabrekkuskóla í gærkvöldi og það var alveg þvílíkt gaman. Maður hitti þarna fullt af fólki sem maður hefur ekki hitt heillengi og ekki skemmdi það fyrir að ég var áberandi myndarlegastur á svæðinu. Svo voru margir sem voru að spyrja mig út í blöð sem ég og vinir mínir gáfum út í 11 og 12 ára bekk sem hétu Kjaftæði og Brussugangur og við seldum á 25 kr. Maður þyrfti eiginlega að skanna þau inn og troða þeim á netið. Manni risatröllaböllur tók fullt af myndum sem nálgast má hér!
Nokkrar eldhressar Hólasubbur
Nokkrar eldhressar Hólasubbur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home