Pleasure, pleasure!

16.4.04

Ég fór í sund í Árbæjarlaugin með Huldu og Marinó í fyrsta sinn í LANGAN tíma án linsa þar sem ég fann þær ekki. Það hreinlega sökkar þar sem ég er nánast staurblindur en maður veit t.d. ekki hvort það sé einhver í lauginni sem maður þekkir. Svo hitti Hulda frænda sinn og Manni elti hana eins og rakkinn sem hann er og þau skildu mig s.s. einan eftir á meðan þau áttu við hann innihaldslaust spjall. Ég reyndi að vera kúl svona einn á meðan en það gengur voðalega illa þegar maður sér ekkert og veit ekki alveg hvert maður á að horfa. Ég var því eins og gónandi gimp og hef sennilega verið álitinn einn af þessum þroskaheftu enda var nóg af þeim í lauginni í gær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home