Pleasure, pleasure!

19.4.04

Strætóbílstjórinn sem keyrði mig heim úr skólanum í kvöld var eitthvað svo einstaklega almennilegur og kurteis, fyrst við mig og svo fylgdist ég með honum eiga við aðra farþega. Þegar inn kom svo svört kona var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Hún sýndi honum græna kortið sitt bara eins og aðrir og hélt inn í vagn en hann æpti á eftir henni: Fröken! Svo góndi hann á kortið hennar og ataði út öllum öngum áður en konan fékk að setjast. Þetta var eins og atriði í Fóstbræðrum. Ég fór svo að hugsa um hvernig Haukur yrði sem strætóbílstjóri og hvort hann yfir höfuð myndi hleypa öðrum kynþáttum inn og þá sér í lagi asískum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home