Pleasure, pleasure!

17.5.04

Eins og þið andlausu gimpin vitið er ég ekki sérlega vel að mér hvað dægurtónlist varðar og kýs frekar að tjilla í góðum fíling með Jóni Leifs eða Bach. Síðan ég fékk kick ass tölvuna mín hef ég verið að reyna að bæta úr því og hef til að mynda troðið öllum þeim diskum sem pabbi og Snorri eiga inn á tölvuna. Einnig hef ég farið á netið og fann þar í gær frekar netta íslenska hljómsveit sem heitir Ampop. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort hún sé eitthvað þekkt eða ekki en hvað sem því líður þá finnst mér þetta lag hér vera þvílíkt flott. Allir að hlusta nema Haukur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home