Pleasure, pleasure!

14.6.04

Ég er svo iðinn að eðlisfari að öll atriði listans frá mömmu hafa verið uppfyllt í dag fyrir utan heimsóknina til afa og ömmu!

Svo kom mamma heim með Hljómfræði I bókina sem ég bað hana um að kaupa handa mér en mér til skelfingar kostaði þessi þunna kilja 2500 krónur! Þar sem ég stefni á tónsmíðanám upp í Listaháskóla eftir að ég klára Bé essinn þarf ég að kunna hljómfræði en hana hef ég aldrei lært. Ef allt gengur að óskum verð ég sprenglærður með Bé ess í líffræði og Bé a í tónsmíðum 2008. Eftir það ætla ég mér eingöngu að umgangast fólk með tvær háskólagráður!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home