Pleasure, pleasure!

25.5.04

Beggi benti mér á þennan texta af síðu Helga Hjörvars. Mér finnst þetta frekar fyndið ;)

Forsætisráðherra er landskunnur af gamansemi sinni. Þegar hér ólgaði allt og sauð og forsetinn hafði ákveðið að fara ekki í danska brúðkaupið þá leitaði Davíð hans um þinghúsið allt. Að einum þingmanni gekk hann í kantínunni og spurði hvort hann hefði séð Ólaf. Þegar þingmaðurinn hváði spurði forsætisráðherra aftur og þá ekki um Ólaf einhvern, heldur forseta lýðveldisins. Þegar þingmaðurinn sagðist ekki hafa séð hann spurði forsætisráðherra starfskonu mötuneytisins hvort hún hefði séð Ólaf. "Er hann kannski inni í eldhúsi hjá þér?" En þegar hún neitaði því spurði forsætisráðherra: "Hefur þú gáð í kælinn? Fyrst maðurinn gat ekki farið í brúðkaupið vegna óvissu um afgreiðslu mála á Alþingi hlýtur hann að vera hérna, sagði forsætisráðherra og leitaði áfram forsetans undir blöðum á borðum manna og þótti þó sjálfum skemmtilegast þegar hann gáði að forseta Íslands ofan í kókdós ungs þingmanns – en fann ekki. Og treysti því enda að Ólafur kæmi ekkert í leitirnar...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home