Pleasure, pleasure!

6.7.04

Loksins, loksins!
Jæja, ég bombaði mér loksins í World Class við Laugardagslaug og keypti mér 3 mánaða kort ásamt Sigga bleika og Manna trölla. Nú hefst sumarupphönkunin fyrir alvöru en hingað til hef ég látið mér nægja skokk í Elliðaárdalnum í vaktafríunum. Mér leist vel á þennan nýja stað þrátt fyrir vandamál með augnskönnun sem og að fatta hvernig ég ætti svo að komast út aftur. Ég hélt þó þokka og vel það.

Ég vil svo að lokum koma því að að ég hef enga trú á Sigga í þessu átaki. Hann á eftir að koma svona þrisvar en fara svo bara að borða kökur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home