Núna á eftir klukkan tæplega sex verður farin upphitunarferð á Esjuna með mig sem farastjóra. Ég og Manni erum eldheitir eftir að Hulda rak hann upp á fjall. Ég vil þó taka það fram að þetta er ekki hinn geysivinsæli Árlegi (og jafnfram alþjóðlegi ef Edda kemur) Esjudagur Egils sem allir bíða spenntir eftir. Hann verður að öllum líkindum farinn næstu helgi þar sem ég kemst í frí á fimmtudaginn næst. Þá eiga allir að mæta!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home