Pleasure, pleasure!

2.9.04

Ég og Trölli brugðum okkur á Þjóðminjasafnið áðan til þess að kynna okkur í hvað þessi milljarður hefði nú eiginlega farið. Ég varð alla vega ekki fyrir vonbrigðum enda er þetta alveg þvílíkt flott. Uppsetningin er ótrúlega töff og svo eru snertiskjáir á mörgum stöðum þar sem hægt er að hlusta á fyrirlestra um ákveðin atriði eða tímaskeið. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera stoltir af (só að ég sé með þjóðernisrembing) og ættu allir að kíkja nema Haukur. Það kostar ekki nema 300 kall fyrir nema en þeir þurfa reyndar að vera með stúdentaskírteini.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home