Ég dreif mig út að skokka áðan klukkan 23:00 og ætlaði í Elliðaárdalinn sem ég hélt að væri upplýstur. Mömmu leist ekkert á það því hún hafði mjög miklar áhyggjur af því að mér yrði nauðgað. Það skil ég reyndar mjög vel enda er ég fýsilegur kostur. Hún vildi að ég tæki með mér síma sem ég var nú ekki alveg á að gera. Svo kom í ljós að dalurinn er víst ekkert upplýstur þrátt fyrir þessa ljósastaura sem þar eru svo ég hljóp gamla hringinn minn í hverfinu. Ég hljóp tvisvar framhjá sama strákahópi sem hafði orð á því í seinna skiptið hvað ég væri mikið hönk og föngulega vaxinn. Lengi lifi ég!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home