Pleasure, pleasure!

21.8.04

Það er æði að uppgötva nýja tónlist! Ég man hvað það var gaman að uppgötva Shostakovich, Danny Elfman og Jón Leifs á sínum tíma. Fyrir stuttu var ég svo að uppgötva Muse og þessi hljómsveit er snilld! Ég þekki samt bara einn disk með þeim, Absolution, og að sögn sumra er hann ekki einu sinni sá besti. Ég hálf fyrirlít mig fyrir að hafa ekki vitað hverjir þeir voru þegar þeir héldu hér tónleika í fyrra. Nú skil ég smá hvernig Manna er innanbrjósts hvern einasta dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home