Ég fór í vísindaferð í Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins í gær með Karen, Röggu og Manna sem var frekar skemmtilegur staður að heimsækja. Þar talaði meðal annars við okkur kona sem vann við það að lykta af fiski og vildi hún meina að þeir væru eins og gúrkur. Eftir vísó fórum við svo heim til Hauks viðbjóðs sem eldaði ofan í okkur gott gums með hjálp Hrannar. Góður hluti kvöldsins fór í að skipuleggja 10 km kapphlaup okkar Hauks sem er svo sigurviss að hann er tilbúinn að láta hárið á sér vaxa í heilt ár ef hann tapar. Myndir má svo sjá hér!
Nokkrar misskemmtilegar sóðabuddur í stuði
Í kvöld reynir svo á meintan sjálfsaga minn en ég ætla einmitt að fara brummandi í party til að koma í veg fyrir að ég lendi í sukki og vibba. Hafið þið ekki trú á mér?
Nokkrar misskemmtilegar sóðabuddur í stuði
Í kvöld reynir svo á meintan sjálfsaga minn en ég ætla einmitt að fara brummandi í party til að koma í veg fyrir að ég lendi í sukki og vibba. Hafið þið ekki trú á mér?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home