Pleasure, pleasure!

13.4.05

Ég fór með líkamann minn í ræktina núna í kvöld og dreif hann meðal annars á hlaupabretti. Þegar hamagangurinn stóð sem hæst sá ég útundan mér eitt það ljótasta andlit sem sögur fara af vappa þarna um salinn. Heimsfrægt ljótt andlit, nánar tiltekið Hollywood andlit. Ron Perlmann er sem sagt við tökur á mynd hér á landi og skreppur í ræktina í World Class í Laugum. Verst hvað líkamsrækt hefur lítil áhrif á andlit.


Sjarmörinn pósar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home