Pleasure, pleasure!

10.10.05

Ég hef reynt eftir fremsta megni að forðast það fret sem gengur eins og er undir nafninu Klukk hérna á netinu. Mér finnst það vera gubb og ekki sæmandi svona svölum gæja eins og mér. Þegar Maggi komst að því að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessu þrátt fyrir að hafa verið klukkaður oftar en einu sinni brást hann ókvæða við og samdi handa mér listann sem er hér fyrir neðan.

1: Þegar ég var í 3. bekk í Verzló samdi ég klámvísur með stuðluðum höfuðstöðum og endarími

2: Í ættartréi mínu eru bæði letidýr og svertingi

3: Ef eitthvað er gert á hlut minn þá nenni ég að öllu jöfnu ekki að hefna mín og einkum ekki ef hefndin krefst líkamlegrar áreynslu

4: Ef ég er kominn upp í rúm þá má snorri bróðir ekki skrifa á lyklaborðið frammi á gangi því það truflar mig við að sofna

5: Eina leiðin til þess að æsa mig upp er að gera að koma í veg fyrir að ég geti farið að sofa eða að gera eitthvað við puttana á mér


Ef einhverjir fleiri vilja koma einhverju álíka jákvæðu um mig á framfæri er þeim einnig heimilt að senda mér inn atriði til birtingar ;)

Ég ætla ekki að klukka neinn . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home