Pleasure, pleasure!

28.5.01

Það er nú alveg furðulegt hvað heimasíður gimpanna í kringum mig hafa verið óvirkar eftir prófin. Maður hefði haldið að líf myndi færast í tuskurnar eftir próflok en svo er ekki. Einungis Sigga heldur sínu striki en ég tel mig hafa ágætis afsökun fyrir aulaskapnum í mér þar sem ég er búinn að vera að vinna helling undanfarið. Auk þess hafa mér ekki borist neinar spurningar til MacHumphrys eða nein sóðaljóð eða eitthvað í þá átt. Ég er einnig að bíða eftir myndaseríu af Ingabelli að berja kall.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home