Pleasure, pleasure!

9.10.01

Maggi var svo elskulegur að bjóða mér, Manna og Hauki að borða á Friday´s í hádeginu. Starfsfólkið þarf víst að æfa sig fyrir opnunina og því var um 2000 manns boðið þangað í mat af því tilefni. Þetta var bara helvíti fínt, góður matur og góð þjónusta þrátt fyrir að búningarnir sem liðið var í hafi verið út í hött. Mér fannst frekar fyndið að í lýsingunni á staðnum sem við fengum stóð að starfsfólkið væri lífsglatt og "uppátækjasamt".

Allavena, eitt af því sem okkur var boðið upp á var kokteillinn Mudslide, en hann var þvílíkt góður. Ég fór því á stúfana og leitaði að uppskriftinni sem er því miður "top secret".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home