Pleasure, pleasure!

4.6.02

Ég er búinn að vera í gær og í dag á lyftaranámskeiði. Titill námskeiðsins var ekki lýsandi. Í gær sat ég og hlustaði á fyrirlestur um öryggisgleraugu og hvað það væri nú sniðugt að nota þau. Einnig var farið í bretti og heildarþyngd dráttarvéla var skilgreind. Mér var ekki skemmt. Þetta tók átta klukkustundir. Ég mætti svo aftur á lyftaranámskeiðið í dag þar sem við horfðum meðal annars á ótextaða mynd á þýsku um lyftara. Þrátt fyrir stúdentspróf í þýsku botnaði ég lítið í henni og held ég að það hafi átt við um flesta. Í lokin tókum við svo próf úr námsefninu sem var hálfgerð samvinna hjá hópnum. Stjórnandanum virtist standa á sama. Ég get allavega tekið nú próf á flest stórvirk vinnutæki ef ég kæri mig um.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home