Pleasure, pleasure!

25.7.02

Allt að gerast!
Eins og glöggir aðdáendur mínir taka eftir hafa orðið miklar útlitsbreytingar hjá mér núna. Þeir gallhörðustu kannast nú við þetta útlit síðan fyrir nokkrum mánuðum enda var það þá hér í stífri notkun. Eins og þá hef ég skipt upp tenglunum í "tengla" og svo "óæðri tengla" en í þeim húka þeir aumingjar sem hafa lítið sem ekkert til málanna að leggja hér á netinu. Þeir sem til þekkja ættu því ekki að láta það sér koma á óvart að sjá rauðhausinn Sigga þar fremstan í flokki. Hann kemur sennilega til með að húka þar mjög lengi. Einnig kom ég gömlu gestabókinni minni fyrir aftur og reikna með að hún verði ykkur öllum uppspretta endalausrar ánægju og gleði á ný.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home