Pleasure, pleasure!

23.9.02

Jess!
Nú er nýtt tímabil gleði og hamingju upprunnið hér í Þrastarhólunum. Ég hef fundið tilgang lífsins á ný enda fimmta sería Survivor hafin á Skjá einum. Ég veit að ég er geðveikt glataður gaur að horfa á svona vitleysu en mér er alveg sama.

Þessi sería leggst svo alveg ágætlega í mig fyrir utan þessa krónísku þörf Bandaríkjamanna fyrir að þurfa að faðma hvorn annan alveg hægri vinstri. Einnig fyndist mér það ekki út í hött að dæla geðlyfjum í kellingarnar því þær vældu alveg endalaust í þættinum. Þetta er alveg merkilegt árátta og sennilega stórhættuleg því mikil hætta er á ofþornun þarna í Tælandi og því betra að vera ekki að væla vatninu út úr sér. Annars sé ég nú Sigga fyrir mér þarna vælandi eins og sjö ára stelpa yfir öllu mögulegu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home