Ég var á þriggja tíma hljómsveitaræfingu áðan og er alveg búinn á því. Það er jafnvel hugsanlegt að ég fari bara snemma að sofa í kvöld þó ég reikni nú ekki með því. Rarr! Ég er alla vega búinn að komast að því hvenær tónleikarnir eru. Þeir verða á laugardaginn næsta í Seltjarnarneskirkju klukkan 14:00. Þar verða flutt verkin Simple symphony eftir Benjamin Britten og svo konsert fyrir þrjú píanó og strengi BWV 1064 eftir J. S. Bach. Seinna verkið verður flutt af meiri þokka þar sem ég tek þátt í þeim flutningi. Ég á samt eftir að vera SVO stressaður. Það er ókeypis inn á þessa tónleika og ef þið viljið stressa mig með nærveru ykkar eruð þið velkomin. (Nema þau ykkar sem ég fíla ekki)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home