Pleasure, pleasure!

10.5.03

Ví!
Ég get nú ekki sagt annað en ég sé nokkuð ánægður yfir fyrstu tölum kosninganna :) Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og Samfylking vinnur á. Glottið á andlitinu á mér gæti líka stafað af áfengistroðningi í líkama minn sem foreldrar mínir og vinir þeirra hafa stundað nú í kvöld. Ég er heldur ekki að sýta það neitt verulega að Samfylkingin sé ekki í meirihluta enda virðist hún ekki hafa verið alveg samkvæm sjálfri sér í baráttunni. Hún hefur nú 4 ár til að bæta sig og kemur þá til með að bötta D listann í næstu kosningum! Spurningin núna er bara hversu fullur ég verði í kvöld enda í miðjum prófum! Strumpakveðjur :)

P.s
Ég skil nú ekki alveg af hverju Vinstri grænir eru að tapa þessu fylgi. Kannski út af Kolbrúnu? Sir Stonemask er alla vega búinn að standa sig þrusuvel!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home