Ég var að koma heim af myndinni Phone booth eða fón búþþ fyrir þá sem vita ekki hvernig skrifuð enska hljómar. Þar gerði ég þau mistök að kaupa mér svartan Lakerol. Þetta er í annað skiptið sem ég kaupi mér hann og eins og þá er ég nú harðákveðinn í að kaupa hann aldrei aftur. Látið mig vera ykkur víti til varnaðar! Annars var myndin fín. Begga fannst hún reyndar ekki einu sinni ná því að vera ágæt en sá samt ekki eftir því að hafa farið. Það er út af félagsskapnum auðvitað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home