Ég hitti tvífara minn í morgun og var með honum úti á sjó í dag! Alveg er það fáránleg tilfinning. Hann er, eins og gefur að skilja, mjög huggulegur. Svo eins og til þess að sannfæra mig um að ég væri í raun orðinn geðveikur var bíllinn minn ekki á þeim stað sem ég hafði lagt honum þegar við komum til baka. Einhverjir verkamannapúkar voru búnir að færa hann því þeir vildu malbika akkúrat þar sem var. Eins og það sé ekki til fullt af öðrum stöðum þar sem engir bílar eru sem þeir hefðu getað malbikað í staðinn! Þeir færðu líka nokkra aðra bíla í leiðinni og lokuðu minn bíl inni á sérlega ógreindarlegan hátt. Með ótrúlegri bakkleikni tókst mér að klóra mig út úr þessu af miklum þokka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home