Pleasure, pleasure!

17.9.03

Ég var því dauðfeginn í hafrannsóknar leiðangrinum í dag að Siggi var ekki með um borð. Sum kvikindin sem við náðum úr sjónum líktust gúmmínammi það mikið að Siggi hefði átt hrikalega erfitt með að standast þá freistingu að skella þeim í sig. Það hefði valdið óþarfa töfum enda hefði þurft að henda háfunum aftur út eftir að búið hefði verið að skamma Sigga og jafnvel læsa inni.

Það var því gáfuleg ákvörðun hjá Sigga að fara í verkfræðina frekar en þau fög sem hann getur étið það sem hann er að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home