Pleasure, pleasure!

13.9.03

Steik
Ég var á alveg fáránlegu námskeiði niðri í tónskóla í dag. Þegar furðulegheitin náðu hámarki átti ég alveg eins von á að okkur yrði öllum smalað niður á Klepp. Meðal þess sem við vorum látin gera til að kynnast var að hópa okkur saman í kúlu ca. 8 saman og ímynda okkur að við værum eitt og hreyfa okkur öll eins eða eitthvað álíka. Einnig var okkur svo hent fjórum saman og áttum við að ímynda okkur að á milli okkar væri kúla sem við áttum að lyfta á meðan við gæfum frá okkur hljóð. Ósjaldna hugsaði ég WAS? Hljóðfæranotkun var í lágmarki í dag en við nýttum okkur búkhljóð til að búa til tónlist. Á morgun megum við svo nota hljóðfæri. Steikt helgi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home