Pleasure, pleasure!

11.9.03

Díj . . . þessar nýju tölvur hér á Grensás eru svo nýjar að þær vita ekkert hvernig þær eiga að virka. Allskonar bögg í þeim. Ég er alla vega eins og er í verklegri erfðafræði bíðandi eftir að tveir bakteríustofnar ljúki tengiæxlun. Svo ætlum við að bomba þeim á agar og fylgjast með þeim í næsta tíma. Gríðar stuð. Svo byrjuðu tvær ítalskar stelpur í verklegu í dag og þegar kennarinn spurði hvort einhverjir vildu taka þær að sér litu allir niður á gólf. Önnur þeirra endaði með mér. Það er fáránlegt að þurfa að útskýra erfðafræði fyrir ítala á ensku. Maður veit varla hvað er að gerast í tilrauninni sjálfur á íslensku! Sem betur fer er hinn gaurinn sem ég er með vanur að útskýra fyrir útlendingum. Ef mér leiðist þófið í vetur er svo sem hægt að henda henni ofan í gjótu. Það kemst örugglega aldrei upp nema löggan lesi þetta blogg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home