Pleasure, pleasure!

12.1.04

Ég fór í nýja náttúrufræðihúsið í fyrsta skipti í dag og fannst það barasta ekkert spes. Í fyrsta lagi er skítkalt þarna og ótrúlega hljóðbært. Svo er lesastaðan pínkulítil og ekki tilbúin, iðnaðarmenn eru út um allt og tölvustofurnar opna ekki fyrr en í mars skildist mér. Svo finnast mér iðnaðarmennirnir ekki nógu auðmjúkir en þeir eiga vitanlega að bukta sig og beygja fyrir okkur menntafólkinu og jafnvel þéra okkur.

Annars skellti ég mér á útsöluna í Tólf tónum eftir skóla og keypti mér kvikmyndatónlist eftir Alfred Schnittke (Snilld!), Kantötur eftir Telemann og svo fékk ég að velja mér aukadisk! Ég valdi mér Scary music. Rarr! Þar eru nokkur stykki eftir Elfman, m.a. Beetlejuice, spiluð af Cincinnati Pops Orchestra. Mikið stuð að heyra aðrar útgáfur af þeirri tónlist. Pís ád!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home