Þá hef ég bætt henni Tótu víolu í tenglana hjá mér á ný! Eftir ferð okkar í Reykholt fyrir áramót hefur hún oftar en einu sinni minnst á mig á síðunni sinni mér til gríðarmikils heiðurs. Í dag mætti hún svo galvösk á hljómsveitaræfingu og styrkti þar með lágfiðluhluta hljómsveitarinnar óhemju bæði með leik sínum og þokka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home