Pleasure, pleasure!

1.3.04

Þvílíkur þokki!
Ég dreif líkama minn út að skokka í kvöld en það hefur ekki gerst einhvern tíman síðan í haust. Húsmæður hverfisins voru búnar að bíða eftir þessu lengi enda lögðust þær hreinlega á gluggana til að berja fegurðina augum. Rakastigið jókst til muna og þéttist ský yfir hlaupahringnum mínum.

Þolið var samt ekki alveg jafn yfirdrifið og gera hefði mátt ráð fyrir miðað við hönkalegt útlit mitt. Ég var vanur að hlaupa tvo hringi án þess að blása úr nös, en núna náði ég rétt rúmlega einum og var þá eins Siggi og eftir árángurslausa kökuleit. Restina lufsaðist ég svo hálfhlaupandi heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home