
Hann keyrði fyrst framhjá mér í fyrri hringnum, en eins og spakir vita þá hleyp ég tvo í kringum hverfið í hvert skipti. Þá keyrði hann löturhægt á undan mér en gafst svo upp og hélt sinn veg. Þegar ég var svo kominn aftur á sama stað í seinni hringnum kom hann aftur flautandi eins og vitleysingur og keyrði svo á undan mér inn á milli húsa og beið mín þar. Þegar ég hljóp svo framhjá fór hann af stað en þá ég sá hag mínum best borgið með því að hlaupa inn á milli blokka og stinga hann þar með af. Það tókst ekki. Þegar ég hljóp framhjá Hólagarði beið hann þar á bílastæðinu og setti á háu ljósin þegar ég fór þar um. Svo þegar ég kom fyrir næst horn beið hann mín þar einnig og kveikti á ljósunum. Þá brast ég í grát. . .
Nei, nei . . . . en þetta var samt algjör steik :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home