Ég fór á Passion of the Christ í gær með Begga skegga og var svo sem alveg opinn fyrir því að frelsast eða játa á mig glæpi út af öllu umtalinu í kringum myndina. Það gerðist hins vegar ekki. Myndin var engu að síður mjög góð og setti ýmislegt í rökrétt samhengi fannst mér. Svo þegar við komum út af myndinni var okkur réttur bæklingur frá Krossinum og öðrum trúfélögum. Ég hef nú engan áhuga á að fara á samkomur þar en myndin fær mann samt til að vilja kíkja aðeins í Biblíuna.
Svo er ég að fara í próf á morgun klukkan átta í stærðfræðilegri fiskifræði. Hvað er málið með próf klukkan átta á mánudögum? Ég gæti snappað!
Svo er ég að fara í próf á morgun klukkan átta í stærðfræðilegri fiskifræði. Hvað er málið með próf klukkan átta á mánudögum? Ég gæti snappað!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home