Nördablogg
Ég var að dunda mér við að gera fiskifræðiskýrslu í kvöld (rarr!) og vildi hlusta á tónlist á meðan. Vandamálið er bara það að þegar ég er með tónlist í gangi þegar ég er að læra þá á ég það til að hætta að læra og hlusta bara. Ég ákvað því að setja á tónlist sem maður tekur varla eftir og hvað er þá betra til en Concerto grossi eftir Locatelli sem er nú ekki alveg það frumlegasta sem til er en fínt í bakgrunni. Ég hef greinilega aldrei hlustað á diskinn út í gegn því aftarlega á honum var algjör snilld sem ég hef aldrei heyrt áður. Tjékkiði á heita stöffinu. Það er oft eins og besta tónlistin þurfi ekki að vera til og þegar hún er komin saman þá er hún eitthvað svo sjálfsögð. Takið eftir því þegar stefið fer í bassann í ca. 2:15. Kreisíj stöff!
Concerto grosso nr. 11 í c moll, fyrsti kafli, Largo
Ég hef sérstakan áhuga að heyra hvað Hauki finnst um þetta.
Ég var að dunda mér við að gera fiskifræðiskýrslu í kvöld (rarr!) og vildi hlusta á tónlist á meðan. Vandamálið er bara það að þegar ég er með tónlist í gangi þegar ég er að læra þá á ég það til að hætta að læra og hlusta bara. Ég ákvað því að setja á tónlist sem maður tekur varla eftir og hvað er þá betra til en Concerto grossi eftir Locatelli sem er nú ekki alveg það frumlegasta sem til er en fínt í bakgrunni. Ég hef greinilega aldrei hlustað á diskinn út í gegn því aftarlega á honum var algjör snilld sem ég hef aldrei heyrt áður. Tjékkiði á heita stöffinu. Það er oft eins og besta tónlistin þurfi ekki að vera til og þegar hún er komin saman þá er hún eitthvað svo sjálfsögð. Takið eftir því þegar stefið fer í bassann í ca. 2:15. Kreisíj stöff!
Concerto grosso nr. 11 í c moll, fyrsti kafli, Largo
Ég hef sérstakan áhuga að heyra hvað Hauki finnst um þetta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home