Pleasure, pleasure!

22.9.04

Hafið bláa hafið . . .
Ég fór á sjóinn í dag á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni með fiskilíffræðinni. Við þurftum að vera mætt í skipið klukkan átta sem er sikk og var stemmningin eftir því. Það var heldur ekki sérlega gott í sjóinn og olli það gubbusubbelsi hjá sumum. Þokki minn fór hins vegar ekki fram hjá neinum og var mér aldrei mál að gubba. Eftir ferðina tók ég fullt af ýsu og þorski með mér heim sem var ekki sérlega greindarlegt í ljósi þess að mér finnst fiskur ekkert spes. Í kvöldmatinn var svo auðvitað nýveiddur þorskur. Ég fékk mér hönkaheilsuboozt í staðinn. . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home