Pleasure, pleasure!

27.1.06

Hunkish!
Ég fór í ræktina í kvöld og upphönkaðist þar um fjöldamörg hönkstig. Vakti ég hrifningu og undrun hjá viðstöddum með fimlegum lóðalyftingum og kynþokkafullri nærveru. Á meðan sat Haukur heima og fitnaði og er þess ekki lengi að bíða að spikið loki fyrir öndunarveginn hjá honum og valdi þannig tímabærri köfnun. Ég verð hins vegar orðinn að stæltum buffjötni innan skamms!

25.1.06

Eitt það allra anti aglískasta sem til er, eins og flestir sem mig þekkja geta verið sammála um, er ég að stjórna kór. Til þess þarf maður í það minnsta að geta haldið lagi og haft gaman af söng. Undanfarnar þrjár vikur hef ég einmitt verið að læra kórstjórn og er ég eins og broslaust sólheimamongó sveiflandi höndunum út í loftið þegar ég með veikum mætti spangóla bassann í stykkjunum sem við tökum fyrir hverju sinni. Lifandi skelfing!

22.1.06

Uppþvottavélin bilaði um daginn. Þvílík skelfing!

15.1.06

Siggi hringdi í mig á föstudagskvöldið frá Svíþjóð, er ég var pissandi upp við húsvegg, og tjáði mér það að hann ætti eintak af ferðasögunni minni sem ég auglýsti eftir um daginn. Hann valdi sér svo tölvuna hans Hauks í verðlaun sem er ekkert sérlega greindarlegt þar sem Haukur á einnig íbúð. Í aukaverðlaun fer hann ekki á drasllistann nema mikið liggi við.

11.1.06

Gæti verið að eitthvert ykkar gimpanna ætti fyrir suddalega tilviljun eintak af ferðasögunni minni til Tælands sem ég setti hingað á netið í fyrra?

Ef svo er má viðkomandi velja sér einhverja af eignum Hauks. Pís ád!

10.1.06

Mér kom ekki dúr á auga í nótt og reikna ég með brjáluðu stuði í skólanum í dag. Ef það verður sóló söngpróf í tónheyrn II þá kyrki ég mig . . .

9.1.06

Ég ropaði seinni partinn í dag og hljómaði það sem ég hefði sagt orðið albúm. Skyldi þetta hafa einhverja þýðingu?

7.1.06

Það er spurning hvort þetta hér sé góð landkynning ;)

Annars erum við Tarantino þvílíkir félagar. Ég sá hann álpast um ræktina mína meðan hann var hér á landi. Svo sá ég Sutherland guttann í vikunni þar á undan. Ég er að pæla í að breyta nafninu mínu yfir í Sir Gaur . . .

5.1.06

Ég veit ekki alveg af hverju, en mér finnast feitir hljómsveitarstjórar ótrúlega fyndnir . . .

1.1.06

Gleðilegt ár og allt það . . .