Pleasure, pleasure!

29.11.05

Það er þvílíkt endemis vesen að finna kontrabassaleikara. Ég ætla aldrei að skrifa fyrir það hljóðfæri aftur!

Eru einhverjir hressir bassar þarna úti sem vilja vera memm?

28.11.05

Sigur Rósar tónleikarnir; Krítík hönks

Magnað stöff, alveg í zone-inu. . .

(Hönk eru sjaldnast með óþarfa málalengingar)

21.11.05

Jæja. . . Ég var rétt í þessu að kaupa miða á Sigur Rósar tónleikana í stæði í Laugardalshöllinni. Þeir sem vilja vera memm ættu að bomba sér í kaupin hið snarasta. Það er hægt að gera hér!

Siggi bleiki í Svíþjóð var að benda mér á nýjan veruleikaþátt, Gay army, sem fór í loftið þar núna nýlega. Þetta er algjör snilld sem verður að rata hingað! Tékkið á stöffinu!

20.11.05

Í gærkvöldi var í fyrsta sinn haldið kræklingakvöld fyrir útskrifaða líffræðinga. Með því er á einfaldan hátt komið í veg fyrir að maður þurfi að blanda geði við önnur gráðulaus drösl. Þrátt fyrir að fáein slík hafi slæðst með var þetta hin ágætasta kvöldstund. Myndirnar of okkur vísindamönnunum að breika stöff má svo sjá hér!

14.11.05

Því verður seint haldið fram að ég lifi viðburðarsnauðu lífi. Í kvöld svelgdist mér til dæmis á eigin slefi og fylgdi því hóstahrina. . .

10.11.05

Jeij. . .

Ég var rétt í þessu að klára verkið mitt sem verður á jólatónleikum tónsmíðardeildarinnar þann 14. desember næstkomandi. Ég á hins vegar allt leiðinlega gumsið eftir eins og að setja inn styrkleikamerki, boga og fleira í þeim dúr. Það er einmitt með því leiðinlegra sem ég geri, svipað og að rykasuga stofuna.

8.11.05

Er í gamni að prófa fídus á forritinu Picasa sem er þvílíkt massað en í leiðinni vissulega að undirstrika hvað ég er gegt hip fönkí kúl og artí. . .

 
 Posted by Picasa

Ég fór í gær á óperuna Tökin hert eftir Britten með Brynjari og Lydíu en nemar í lhí fengu einmitt á hana boðsmiða það kvöldið. Í stuttu máli var óperan að breika stöff og uppsetning var nett flott. Það var einnig gaman að sjá hversu margir höfðu gert sér ferð í óperuna einungis til að sjá mig og má þar nefna Guju og Karen auk fjölda skólasystkina minna úr listaháskólanum. Undir lokin fékk ég einnig gott klapp. Uppþumelsi fá svo Tóta fyrir frábæra frammistöðu og Árni Heimir fyrir fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur áður en að sýningin hófst. Allar hallærislegar athugasemdir frá Hauki eða Hallfríði eru fyrirfram dæmd dauðar og ómerkar.

4.11.05

Hindemith rúlaði í gær á sinfó. Guja fær prik í kladdann fyrir að hafa skellt sér með en Guðný var hins vegar algjört drasl. Ég fann mig því knúinn til þess að uppfæra drasllistann minn!

Drasllisti
Guðný Þóra Guðmundsdóttir
Brynjar Már Brynjólfsson

2.11.05

Ég er að horfa á þáttinn So you think you can dance og þetta er endemis viðbjóður og snilld! Í upphafi voru spiluð viðtöl við keppendurna sem langflestir fóru að væla yfir einhverju eins og að foreldrar þeirra væru skildir eða þá að þeir væru slysabörn. Mæli með þessu!