Pleasure, pleasure!

22.2.06

Ó mig auman! Hvenær kemur nýr Weebl og Bob þáttur?

20.2.06

Í nótt dreymdi mig að loftsteinn lenti á afa og ömmu og að pabbi hefði horfið sporlaust í kjölfar þess. Einnig hótaði Lydía að eyðileggja líf mitt til að bjarga sjálfri sér vegna einhverra ljósmynda. Jájá . . . . *flaut*

17.2.06

Sálumessan hans Hreisa pönks verður flutt núna á sunnudaginn í Langholtskirkju klukkan 17:00 og er aðgangur ókeypis! Hverjir vilja vera memm?

15.2.06

Hafið þið tekið eftir hvað stelpum er alltaf kalt? Það má varla vera opinn gluggi og þá annað hvort væla þær eða dúða sig upp. Oftast bæði. Þetta tel ég stafa af megnri sjálfsfyrirlitningu þeirra.

Undir lok hljómfræðiprófsins í morgun gaf ég óvænt frá mér langa nautnafulla stunu sem ég áttaði mig ekki á fyrr en nokkru eftir að ég hafði látið hana frá mér. Það var ekki svalt og er ég hræddur um að ég hafi tapað þónokkrum hönkstigum við þetta.

7.2.06

Hafið þið tekið eftir því hvað Tópas bragðast miklu betur þegar einhver annar á það?


Mynd 1: Tópas

3.2.06

Ég var í gamni að athuga hversu fitandi bjór er og fann þá þessa áhugaverðu töflu í gegnum google. Það var ýmislegt sem kom mér á óvart og þá kannski helst að appelsínusafi er meira fitandi en bjór. Ég drekk einmitt mjög mikið af appelsínusafa. Rarr!

Hálfur lítri af venjulegum bjór inniheldur s.s um 200 hitaeiningar (Kílókaloríur) en hálfur lítri af lite bjór inniheldur 140 hitaeiningar. Þar hafið þið það!