Pleasure, pleasure!

22.4.06

Ég legg til að karlmannsnafnið Þarmar verði tekið upp á Íslandi. . .

21.4.06

Það hafa ófáir komið að máli við mig núna undanfarið og hreinlega boðið mér pening fyrir að byrja að blogga á ný. Því hef ég vitanlega afþakkað enda vel efnum búinn.

Það sem helst ber í frétumm er að nafli alheimsins hefur fært sig örlítið um set og er nú staddur í Grafarholtinu en ekki í Hólunum eins og undanfarin 13 ár. Ég er sem sagt búinn að flytja.

Þeir sem vilja gefa mér pening er það heimilt.

p.s.
Ég var að fara í gegnum geisladiskana mína og var næstum því búinn að henda þó nokkrum Naxos diskum. Ef einhverjir vilja eiga sinfóníur eftir Dvorak og Beethoven eða strengjakvartetta eftir Shostakovich og Beethoven skiljið þá eftir athugasemd hér.