Pleasure, pleasure!

28.7.02

Ég var að koma heim úr bíói þar sem ég sá Mothman prophecies sem mér fannst bara helvíti góð. Ég er algjör aumingi þegar kemur að hryllings-spennu-bregðu dóti og þessi mynd var að gera góða hluti fyrir mig. Ég fór með Sigga, Magga og Hauki og þegar myndin var búin var einhver hrollur í liðinu. Hann var samt minnstur í mér og mestur í Magga eða eins og spekin segir: Í hönki ei hrollur finnst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home