Pleasure, pleasure!

28.9.02

Það er orðið svo langt síðan að ég hef birt mynd af hinum fjallmyndarlega íþróttamannslega vaxna Hauki að ég bara hálfskammast mín. Þessi einstaklega góða mynd af honum var tekin úti á Krít seinasta sumar og finnst mér þokkinn og gríðarlega greind hans endurspeglast hér ákaflega vel.

Svo skrifaði hann líka nýtt ljóð:

Flutningar

Hvar er blíð umhyggja æsku minnar?
Morgunknús ei meir.
Ég er í stríði í dal óttans.
Snerti mig.
Ekkert er eins.
Ó móðir mín.
Gakk inn á mig í seinasta sinn!

Haukur Gunnarsson




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home