Eglískt eftirmiðdegiÉg var að koma heim af æfingu á verki sem ég skrifaði í sumar fyrir Unglistahátíð sem verður haldin í Hallgrímskirkju á menningarnótt 20. ágúst. Á sömu tónleikum verða m.a. flutt verk eftir Kjartan úr Sigur Rós og Hreiðar Inga (a.k.a. Hreisi pönk). Tónleikarnir byrja klukkan níu og standa yfir í um klukkutíma og er aðgangur ókeypis.
Þar sem æfinguna bar skyndilega að þurfti ég að fá frí í vinnunni og þar sem ég var byrjaður á vakt náði mamma í mig niður í álver og skutlaði mér á staðinn. Ég fór út úr bílnum á Hverfisgötunni og þurfti að drífa mig út enda nokkur umferð. Þegar ég var svo kominn út og mamma lögð af stað áttaði ég mig á því að ég hafði á einhvern óskiljanlegan hátt gripið handtöskuna hennar með mér. Ég hringdi strax í hana til að láta hana vita en síminn var auðvitað í töskunni. Þegar mamma var komin út í Kringlu áttaði hún sig á því að taksan væri horfin og hringdi í mig og sagðist vera að koma. Þegar hún var komin skaust ég út með töskuna og náði að rífa peysuna mína á hurðarhúninum. Símanum hennar hafði ég hins vegar stungið í vasann hjá mér og gat ég því ekki látið hana vita hvenær ég var búin svo hún gæti sótt mig. Ég þurfti því að taka strætó heim og lenti á mongó bílstjóra sem notaði flautuna oftar en góðu hófi gegndi auk þess sem hann geispaði óhóflega hátt. Pís ád . . .