Pleasure, pleasure!

20.6.05

Þá er ég eins og argasta stelpa búinn að skrifa ferðasöguna úr ferðinni. Ég er nokkuð viss um að enginn nenni að lesa þetta en engu að síður skellti ég þessu á netið og má lesa um svaðaleg ævintýri mín hér!

Annars get ég ekki lengur kallað mig úber skokkhönk. Ég fór út að hlaupa á laugardaginn og var þokkinn langt undir meðallagi. Þessu þarf að kippa í liðinn!

15.6.05

Ze Hunk back in the zone!
Ég er loksins kominn heim frá Tælandi svo að fólk getur tekið gleði sína á ný. Landið er alveg magnað og kom mér virkilega á óvart. Ég og líkami minn lentum í mörgum ævintýrum þarna úti og má þar nefna:

Ég var stunginn í eyrað af mannætuvespu og var með hellu í 2 daga
Ég fór á fílsbak
Sagði "no clakes" þegar ég vildi ekki ís út í gosið mitt
Ég vaknaði við það að Ingibjörn var að strjúka mér um lendur og hann var m.a.s. nakinn
At steiktar pöddur sem litu út eins og engisprettur og einhverjar lirfur líka
Lenti í mannætufiskaárás og ströndinni þegar ég var að reyna að sóla mig
Sagði stundum Savadi kap (Halló) þegar ég var að kveðja Tælendinga


Ég nenni ekki hálfur að skrifa meira um ferðina enda les fólk ekkert þess lags gums. Hins vegar nennti ég að setja inn myndirnar en ég fór ekkert yfir þær og eru þær því frekar margar. Þær má finna hér!