Pleasure, pleasure!

28.2.05

Lagið hans litla brósa sem ég talaði um hér fyrir neðan má nálgast hér!

27.2.05

Haukur óbjóður útskrifaðist í gær úr líffræðinni og hélt af því tilefni útskriftarveislu fyrir vini og vandamenn. Eftir að hafa þambað ódýrasta bjórinn í ríkinu í boði Hauks var svo haldið niður í bæ. Myndir má sjá hér!


Raunvísindamaðurinn

25.2.05

Snorri bróðir minn (sem einnig er svæsinn nærbuxnaþjófur) fékk tölvupóst í dag frá bandarískum leikstjóra sem vildi fá að nota eitt af lögunum hans í trailerinn að nýjustu myndinni sinni. Þrátt fyrir að þetta sé einhver B-mynda gaur finnst mér það kúl! Ég set lagið á netið fljótlega fyrir áhugasama að heyra :)

Og svo sótti ég um bókastyrk Íslandsbanka af spaklegu viti um daginn og fékk hann í dag ;)

Naglinn hann litli brósi

23.2.05

Hvað er málið með Hamraborgina eftir Sigvalda Kaldalóns? Ha? Þetta er SVO leiðinlegt stykki en samt er alltaf verið að flytja það. Fneh!

Mér þætti sérstaklega vænt um að heyra skoðun Hauks á þessu!


Haukur tónspekúlant og óopinber listrænn ráðgjafi síðunnar

Ég er að fara að spila tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og svo eitt eftir mig fyrir klarinett og píanó núna á eftir á tónleikum. Ég er óvenjurólegur sem er vísir á feitt klúður! Það svo sem skiptir sennilega engu máli þar sem fólk mun ekki vera að hlusta heldur bara horfa á mig. Rarr!

19.2.05

Það fer ekki fram hjá neinum sem umgangast mig að hér er gríðar karlmenni á ferð. Ég kom því sjálfum mér dálítið á óvart um daginn þegar ég var að horfa á Kaldaljós með pabba. Í ákveðnu atriði aftarlega í myndinni rann eitt tár niður kinnina á mér. Ég var fljótur að þurrka það enda var þetta algjört rugl. Ég er hönk!

17.2.05

Ég fór einn í ræktina í gær eftir hljómfræði í smá upphönkun þrátt fyrir að ég þurfi lítði á henni að halda. Siggi náði svo í mig en honum seinkaði aðeins og þurfti ég að bíða eftir honum í smástund. Ég hef virkað eins og ég væri að selja mig við innganginn á meðan enda góndu allir á mig sem inn gengu. Ég fékk hins vegar engin tilboð enda augljóslega í verðflokki sem fæstir ráða við. Þegar ég var farinn að kunna ágætlega við mig þarna kom svo leigubílstjóri og spurði hvort ég hefði verið að panta leigubíl fyrir fatlaða. Hann eyðilagði eiginlega stemmninguna. Þetta er svona svipað eins og þegar ég var að vinna í Byko og lítið barn benti á mig og spurði mömmu sína, hvað er þetta?

12.2.05

Hvað haldið þið að ég hafi fundið ligjandi á gólfinu inni í herberginu hans Snorra um daginn? Vitaskuld nærbuxur af mér! Það er nú ekki langt síðan hann sagðist vera hættur þessum sóðaskap en maður fer að halda að þetta sé einhvers konar fýsn hjá honum! Ég var að pæla í að taka mynd af ósköpunum og setja á síðuna en hætti við eftir stutta umhugsun.

Það styttist í að ég kaupi mér einhvers konar læsta nærbuxnahirslu ef þessu fer ekki að linna!

11.2.05

Viti menn!
Ingigimpillinn er barasta kominn með bloggsíðu! Spakir munu finna þar myndir úr afmælinu hans sem reyndar er ekkert varið í enda alltof fáar af mér. Rarr!

Og svo er málið að hlusta á La vie Parisienne eftir Offenbach til að koma sér í helgarstuðið. Bregst ekki!


Offenbach í gríðarstuði einhverja helgina hér í den!

6.2.05

Ég var að koma heim af lokatónleikum Myrkra músíkdaga í Langholtskirkju. Þar var verið að frumflytja sálumessu Hreiðars Inga og ég hef sjaldan séð önnur eins viðbrögð á tónleikum. Fólk stóð upp, hrópaði og stappaði. Þetta var æði ;)

Svo er ég búinn að setja inn myndirnar síðan í afmælinu hjá Lady Inga. Þær eru hér!

3.2.05

Hvernig væri ef eitthvert ykkar gimpanna myndi halda Þorrblótt eins og ég gerði svo eftirminnilega af miklum myndugleik í fyrra!? Ha? Hvernig væri það? Ha?

1.2.05

Hunkish
Þá er ný myndasería af andlitinu mína fríða komin hér upp og kemur hún vafalaust til með að auka rakamagn á hinum ýmsustu heimilum víða um bæinn. Rarr!

Jeij :)

Weebl
You are Weebl! You like pie.. a lot. Bob is your
best friend, but you don't often show him the
appreciation and support he deserves.... come
to think of it, do you even like him?


Which Weebl and Bob character are you?
brought to you by Quizilla

Karen frekjukrulla er búin að vera iðin undanfarið að nudda því framan í alla sem hún þekkir að hún sé að fara í heimsreisu. Núna er hún orðin svo æst að hún ætlar að fara að montast við fólk sem hún þekkir ekki einu sinni og er búinn að koma sér upp vefsíðu til að stunda þann óþverra. Hún hefur sent mér ótal sms heimtandi tengil og læt ég hér með undan. Grobbsíðu Karenar má finna hér!

Svo er Siggi einnig búinn að koma sér upp síðu með svipuðum tilgangi en hann er einmitt að fara á þvæling um Suður og Norður Ameríku. Það skal þó tekið fram að hann fór mun settlegra í hlutina en Karen. Síðu Sigga má finna hér!