Pleasure, pleasure!

29.4.05

Ég komst inn í tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands! :)

26.4.05

Vísindaleg rannsókn á útliti FB-inga

Núlltilgáta
Ho = FB-ingar eru ekki útlitslega gallaðir

Framkvæmd: Rannsakandi tók sér far með strætóleið númer 12 sem FB-ingar nýta sér gjarnan til að komast heim eftir að skóla lýkur á daginn. Við stoppistöðina við Gerðuberg var grannt fylgst með þeim sem inn komu á skólaaldri. Merkt var við hvern einstakling og honum gefin einkunn eftir úliti. Rannsóknin stóð yfir í mörg ár og náði normaldreifing strætóferða að yfirvinna sýnaskekkju. Stuðst var við fjölþátta fervikagreiningu við úrvinnslu gagna.

Niðurstöður: Þar sem útreiknað alfa gildi stefndi á núll var núlltilgátunni harkalega hafnað. Samkvæmt niðurstöðum fervikagreiningarinnar er því hægt að fullyrða að FB-ingar eru almennt viðbjóðir sem ættu að ganga hauspoka!

25.4.05

Myndirnar síðan á laugardaginn eru komnar inn. Annars hef ég ekki punkt að segja. Ég er ekki enn búinn að heyra frá LHÍ. Ég veit ekkert hvar ég mun vinna í sumar og svo eru að koma próf. Þetta er allt hið suddalegasta!

13.4.05

Hvað er þokkafyllra en punghært hönk í adidasgalla hlaupandi á ógnarhraða niðri í Elliðaárdal í ljósaskiptum aprílkvölds?

Svarið er fátt. Ég var meira að segja stoppaður af öðrum skokkara sem fann sig knúinn til að minnast á hversu efnilegur langhlaupari ég væri. Ég var nú frekar hissa og hefðu nú margir sem mig þekkja skellt upp úr. Þetta var engu að síður hinn vinalegasti kall sem meinti vel!

Ég fór með líkamann minn í ræktina núna í kvöld og dreif hann meðal annars á hlaupabretti. Þegar hamagangurinn stóð sem hæst sá ég útundan mér eitt það ljótasta andlit sem sögur fara af vappa þarna um salinn. Heimsfrægt ljótt andlit, nánar tiltekið Hollywood andlit. Ron Perlmann er sem sagt við tökur á mynd hér á landi og skreppur í ræktina í World Class í Laugum. Verst hvað líkamsrækt hefur lítil áhrif á andlit.


Sjarmörinn pósar

5.4.05

Ég komast að því um daginn lífsferlar njálga eru óvinsælt umræðuefni meðal fjölskyldumeðlima minna við matarborðið og kunnu þeir ekki að meta að vita hversu líklegt það væri að þeir væru með njálg. Á endanum missti ég matarlystina.

2.4.05

Siggi er orðinn eins og Karen nokkuð góður í Photoshop eins og sjá má! Ég hef þau grunuð um að húka saman í einhverjum kjallara niðri í bæ falsandi myndir til að láta líta út fyrir að þau séu í útlöndum.


Siggi innklipptur í Inkaslóðir

1.4.05

Nú er kominn föstudagur og Offenbach er kominn á fóninn sem endranær til að koma manni í stuðið! Rarr! Ég rakst annars á forrit á netinu sem getur þýtt íslensku yfir á ensku. Þetta er algjör snilld og mæli ég með almennri notkun þess. Það má finna hér! Ég þýddi bloggið hér á undan og varð útkoman eftirfarandi:

Mister troll benti myself river ;fn) patent programme whom rather around allar helgar digital myndirnar human. Whenas slowly snuggle up to do fullt af with stuff into accordingly and there river medicine discard rauð augu. Virtuoso fídus! Programme name Picasa 2 and analogous find here! Myndirnar of Southern then river Wednesday are thus here! Attention please after accordingly what little is with rubrical augum there. Rarr!