Pleasure, pleasure!

29.9.05

Þau undur og stórmerki gerðust í gærkvöldi að mér tókst að draga litla bróður minn, sem einnig er svæsinn nærbuxnaþjófur, í ræktina. Og hann keypti sér meira að segja árskort! Nú er það bara pabbi sem ekki er í World Class í Laugum ;)

28.9.05

Ógildar skoðanir
Ég var að hlusta á harðorðan pistil á Talstöðinni í bílnum á leiðinni heim úr skólanum í morgun um fjáraustur ríkisstjórnarinnar í hin ýmsustu málefni. Ég var mjög sammmála þáttastjórnandanum sem var mjög ákveðinn og týndi ýmislegt til eins og jarðgangnagerð úti í fjarsveitum og var ég sennilega kinkandi kolli langleiðina heim. Það sem honum fannst hins vegar allra verst nefndi hann í lok þáttarins en það er einmitt nýja tónlistarhúsið sem á að rísa niðri í bæ. Allskyndilega minkaði álit mitt á sannfærandi málflutningi viðkomandi og sagði ég upphátt einn í bílnum: "Nei nei! Hvaða vitleysa!" og skipti um stöð.

Geggjað töff stöff!

25.9.05

Rarr!
Ég fór í kveðjupartý til Dísu skvísu á föstudaginn en hún er að fara út til Salzburg að læra fleiri nótur. Þema kvöldsins var sjóræningjar og þrátt fyrir að hafa almennan óbjóð á þess lags partýum var þrusustuð og var reyndar ekki við öðru að búast ;) Myndavélin var vissulega með í för og náði hún allskonar subbuskap á filmu og þá sér í lagi óviðeigandi hegðun Tótu sem var sérlega fjölþreifin og kyssti fleiri kyn en eðlilegt getur talist. Þær myndir hafa því verið ritskoðaðar. Restina má sjá hér!


Svall-Tóta með einhverja stæla

11.9.05

Þetta hér verður fyndnara eftir því sem maður horfir oftar á það!

10.9.05

Ég fór í afmæli með vaktinni minni í álverinu alla leið til Keflavíkur í gær þar sem Þórir vinnufélagi okkar fagnaði fertugsafmælinu sínu. Þar var glæsilega veitt bæði af mat og drykk og fékk ég að heyra þónokkrar klámvísur eftir bæði Hannes Hafstein og Kristján Eldjárn kveðnar af nánustu ættingjum afmælisbarnsins ;) Myndirnar eru hér!


Nokkrar eldhressar subbur auk hönks

9.9.05

Af gefnu tilefni hef ég komið mér upp drasllista. Inn á hann fer einungis það sem er algjört drasl. . .

Drasllisti
Brynjar Már Brynjólfsson

3.9.05

Jæja og já já
Nú er maður byrjaður að læra tónsmíðar í LHÍ og líst mér bara nokkuð vel á þetta gums allt saman. Tímarnir eru skemmtilegir og það er allt morandi í athyglisverðu fólki þarna. Ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun með þessu . . . . (ehh)

Það er svo ekki laust við að áhugaleysið á Hinum árlega esjudegi Egils sé nokkuð særandi. Ég hef lagt líf mitt og sál í að viðhalda þessari hefð og svo er það bara Guja sem vill koma. Frekjukrullan er víst hölt.

Svo er síðan vinsælli en ég hélt hjá foreldrum bæði vina minna og minna eigin. Mamma komst til dæmis að laumupartýi sem ég hélt heima fyrr í sumar með því að lesa um það á síðunni. Í athugun er að byrja að blogga á dulmáli. Kreng teb?

Og já . . . ég fer á næstunni í klippingu hjá þýskum stílista sem sér um selebretíin þar í landi. Það er steikt stöff ;)