26.6.04
24.6.04
Garg! Fjandans Pú og Pa í Fréttablaðinu. Ég ræð aldrei við mig og les þetta á hverjum degi og verð alltaf jafn pirraður! Þetta er svo glatað!
23.6.04
Ég var að lesa yfir bloggin mín hér fyrir neðan og þvílík afspyrnuleiðindi! Það er því ekki skrýtið að heimsóknum á síðuna fari fækkandi. Þar að auki hef ég verið frekar óðinni við bloggið enda ekki mikið að gerast í kringum mig. Upphönkunin hefur ekki gengið sem skyldi enda er ég latur úr hófi fram að eðlisfari. Ég ætla þó að pína mig niður í dal í kvöld auk þess sem við Manni tröllaböllur ætlum að kaupa okkur kort í World Class á morgun. Ú jé. . . Lifi Haukur!
20.6.04
Til hamingju öll útskriftargimp
Ég kíkti í útskriftarpartýið til Sigga og Magga í gær eftir kvöldvaktina og vakti þar gríðar lukku. Stemmningin þar var ólýsanleg sem er kannski ástæðan fyrir því að margir voru að fara. Mér finnst það frekar fyndið að Siggi fékk fullt af útskriftargjöfum sem hægt er að slasa sig á. Það er spurning hvort það sé tilviljun.
Ef einhverjir vilja kíkja með mér og Hauki í innkaupaferð á föstudaginn skulu þeir hafa samband. Mér hreinlega býður við þessari alltof háu tölu á bankareikningnum!
Ég kíkti í útskriftarpartýið til Sigga og Magga í gær eftir kvöldvaktina og vakti þar gríðar lukku. Stemmningin þar var ólýsanleg sem er kannski ástæðan fyrir því að margir voru að fara. Mér finnst það frekar fyndið að Siggi fékk fullt af útskriftargjöfum sem hægt er að slasa sig á. Það er spurning hvort það sé tilviljun.
Ef einhverjir vilja kíkja með mér og Hauki í innkaupaferð á föstudaginn skulu þeir hafa samband. Mér hreinlega býður við þessari alltof háu tölu á bankareikningnum!
16.6.04
Ég álpaðist inn á síðu hjá íslensku tónskáldinu Haraldi Sveinbjörnssyni sem virðist vera að læra tónsmíðar úti í Svíþjóð. Hann býður í afmælið sitt á nokkuð nettan hátt eins og heyra má hér! Einnig má finna á síðunni hans verkið Hraun sem er frekar flott og minnir óneitanlega á Landsýn eftir Jón Leifs sem ég geri vitaskuld ráð fyrir að þið öll þekkið!
14.6.04
Maður fær nú hálfgert samviskubit yfir að hlæja að þessu en þetta er bara SVO fyndið!
Ég er svo iðinn að eðlisfari að öll atriði listans frá mömmu hafa verið uppfyllt í dag fyrir utan heimsóknina til afa og ömmu!
Svo kom mamma heim með Hljómfræði I bókina sem ég bað hana um að kaupa handa mér en mér til skelfingar kostaði þessi þunna kilja 2500 krónur! Þar sem ég stefni á tónsmíðanám upp í Listaháskóla eftir að ég klára Bé essinn þarf ég að kunna hljómfræði en hana hef ég aldrei lært. Ef allt gengur að óskum verð ég sprenglærður með Bé ess í líffræði og Bé a í tónsmíðum 2008. Eftir það ætla ég mér eingöngu að umgangast fólk með tvær háskólagráður!
Svo kom mamma heim með Hljómfræði I bókina sem ég bað hana um að kaupa handa mér en mér til skelfingar kostaði þessi þunna kilja 2500 krónur! Þar sem ég stefni á tónsmíðanám upp í Listaháskóla eftir að ég klára Bé essinn þarf ég að kunna hljómfræði en hana hef ég aldrei lært. Ef allt gengur að óskum verð ég sprenglærður með Bé ess í líffræði og Bé a í tónsmíðum 2008. Eftir það ætla ég mér eingöngu að umgangast fólk með tvær háskólagráður!
Mamma var alveg búin að skipuleggja fyrir mig daginn eins og sést í pósti sem ég fékk frá henni í morgun:
Verkefni dagsins m.a. að taka úr og setja í uppþvottavél, taka hreinar peystur af snúru í þvottahúsi. Laga almennt til heima hjá þér. Horfa á fótbolta, skokka og heimsækja afa og ömmu.
Verkefni dagsins m.a. að taka úr og setja í uppþvottavél, taka hreinar peystur af snúru í þvottahúsi. Laga almennt til heima hjá þér. Horfa á fótbolta, skokka og heimsækja afa og ömmu.
12.6.04
Viddi soðheili tók upp á því sem tilraun til að vinna bug á megnri sjálfsfyrirlitningu sinni að þvælast eitthvert út í heim, nánar tiltekið Belgrad. Hann er svo búinn að koma sér upp síðu þar sem hann segir frá lífinu þar sem er mjög skemmtileg aflestrar. Ég er búinn að bomba tengli að síðunni í tenglasafnið henni til upphafningar!
10.6.04
Jéss!
Þá er loksins kominn út nýr diskur með verkum eftir Jón Leifs úbertöffara en það eru orðin tvö ár síðan seinasti diskur kom út! Hjartað í mér missti úr slag en á disknum eru þrjú verk sem ég hef aldrei heyrt áður og þar á meðal Víkingasvar. Rarr!
Þá er loksins kominn út nýr diskur með verkum eftir Jón Leifs úbertöffara en það eru orðin tvö ár síðan seinasti diskur kom út! Hjartað í mér missti úr slag en á disknum eru þrjú verk sem ég hef aldrei heyrt áður og þar á meðal Víkingasvar. Rarr!
7.6.04
Ég ætlaði bara að benda þeim á sem eru að reyna að fjölfalda DVD á þau forrit sem til þarf. Það eru flestir diskar með svokallaða afritunarvörn sem forritið DVD decrypter vinnur á. Einnig eru sumir DVD diskar "stærri" en þeir diskar sem maður getur keypt til afritunar í búðum. Þess lags subbuskap er hægt að laga með DVD shrinker. Þessi forrit má finna hér fyrir neðan auk leiðbeininga um notkun. Já . . . Ég er svona almennilegur.
DVD decrypter
DVD shrinker
Leiðbeiningar
DVD shrinker
Leiðbeiningar
2.6.04
Allt að gerast
Voðalega var háttvirtur Óli grís eitthvað skjálfhentur þegar hann las yfirlýsinguna sína í dag. Hann var örugglega bara að reyna að ganga í augun á Dorrit sýnandi henni hvað hann væri nú valdamikill. Annars skil ég ekki almennilega alla þessu almennu andúð á þessu frumvarpi. Það er nú einu sinni verið að vernda okkar hagsmuni sem neytanda. Ég held að ég komi til með að styðja frumvarpið ólíkt heilaþveginni alþjóð þegar kosið verður. Ég á þó eftir að kynna mér þetta betur. . .
Ætli Dabbi sitji ekki einhvers staðar núna sveittur og pirraður fitlandi við eyrnasneplana sína?
Voðalega var háttvirtur Óli grís eitthvað skjálfhentur þegar hann las yfirlýsinguna sína í dag. Hann var örugglega bara að reyna að ganga í augun á Dorrit sýnandi henni hvað hann væri nú valdamikill. Annars skil ég ekki almennilega alla þessu almennu andúð á þessu frumvarpi. Það er nú einu sinni verið að vernda okkar hagsmuni sem neytanda. Ég held að ég komi til með að styðja frumvarpið ólíkt heilaþveginni alþjóð þegar kosið verður. Ég á þó eftir að kynna mér þetta betur. . .
Ætli Dabbi sitji ekki einhvers staðar núna sveittur og pirraður fitlandi við eyrnasneplana sína?
Hvað er málið með teiknimyndaseríuna Pú og Pa í Fréttablaðinu? Þetta er hrein skelfing og ekki einu sinni hægt að brosa yfir hvað þetta er ömurlegt. Ég les þetta á hverjum degi til þess að pirra mig yfir þessu.