Pleasure, pleasure!

28.12.05

Upptökuna af verkinu mínu síðan á jólatónleikunum má finna hér!

23.12.05

Skata skata skata! Ég get ekki beðið!

Svo er fjölskyldan uppi búin að bomba JESÚS merkinu sínu upplýsta í gluggann hjá sér. Þar sem við erum að fara að flytja er þetta síðasti séns okkar til að setja ELVIS upplýst í gluggann okkar. Ég efa að eitthvað verði úr því þó ;)

21.12.05

Hvar finnur maður eiginlega upptökurnar af öllum jólatónleikunum úr LHÍ?

Djö á mar mikið eftir mar! Pís!



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Ég kom heim frá London klukkan tvö í nótt og eins og alltaf fannst mér jafn gaman að koma heim og að fara út. Þrátt fyrir að hafa bara verið í 4 daga gerðum við heilan helling og sáum fullt af stöffi. Það er hins vegar svo mikil stappa af fólki þarna að maður verður hálf pirraður og núna virkar Reykjavík pinku lítil. Á mánudagskvöldið hitti ég svo Glyn, Jo og Ben og var subbast ögn fram eftir nóttu. Myndir má finna hér!


Alltaf jafn hress

15.12.05

Tónleikarnir í gær breikuðu feitt stöff og voru alveg í zone-inu. Ég var samt alveg ótrúlega stressaður og var alveg búinn á því eftir að þeim lauk. Samt gerði ég ekki handtak.

Svo er það London í fyrramálið. Rarr!

11.12.05

Tónleikagums
Ég vildi bara nota tækifærið þar sem þessi síða er nú einu sinni þrusuvinsæl og minna á tónsmíðadeildartónleika LHÍ núna á miðvikudaginn. Þar verður meðal annars flutt verk fyrir klarinett og strengjakvintett eftir mig sem ég er búinn að vinna að í vetur. Þeir tónleikar hefjast klukkan átta í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu og er aðgangur ókeypis. Fyrir þrusuáhugasama, og þá kannski sérlega Hauk, eru einnig tónleikar klukkan sex með splunkunýju íslensku stöffi.

9.12.05

Tilkynning
Haukur Gunnarsson ætlar að gefa húsgögnin sín og geisladiskana sína á morgun, laugardag, klukkan 19:00 í Nóatúni 30. Á sama tíma mun hann einnig taka við rusli frá þeim sem vilja losna við slíkt.

Haukur er einnig mikill listunnandi og heldur sérstaklega upp á gjörning. Hann verður því með gjörningskeppni í gangi frá 23:00 - 8:00 og mun sigurvegarinn hljóta bílinn hans í verðlaun.


Haukur, gutlandi af þokka, skipuleggjandi listviðburð

6.12.05

Það geta ekki nærri allir státað sig af jafn fallegu brosi og þessi gaukur hér!



Smælaðu framan í heiminn og þá smælar heimurinn framan í þig.

5.12.05

Nýtt stöff eftir litla brósa, sem laumar sér í nærbuxurnar mínar án þess að hika, má finna hér!

Mánudagar eru eins og flestir vita ekki mitt uppáhald. Ég vaknaði að venju öskuillur íhugandi sjálfsmorð alveg fram að tannburstun. Því næst missti ég af strætó tvisvar í röð og mætti allt of seint í skólann. Þegar þangað var komið hlógu bæði kennarar og nemendur að mér því þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hef lent í algjöru gumsi við að reyna að koma mér í skólann með strætó. Ég hélt engu að síður þokka með ólíkindum vel og heyrði ég margoft stunur og fnæs frá kvendýrum skólans eftir hnyttnar og spaklegar athugasemdir mínar við hin ýmsustu málefni. Einnig spilaði ég popp grúf á flygilinn hans Jóns Leifs af mikilli leikni og fingrafimi. Haft var á orði að ég væri hönk.

Í bræðisköstum á ég það til að kalla símann minn lesbíu er hann vekur mig á morgnana. . .